Náttúran Dýralífsþættir sýna rétta mynd af dýrunum.
Náttúran Dýralífsþættir sýna rétta mynd af dýrunum. — AFP
Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á dýrum en sem móðir 5 ára drengs kemst ég ekki hjá því að skoða dýrin með honum í dýralífsþáttum. Skylduheimsóknin í dýragarðinn í Barcelona fyrr í sumar vakti þó hjá mér ákveðinn óhug.

Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á dýrum en sem móðir 5 ára drengs kemst ég ekki hjá því að skoða dýrin með honum í dýralífsþáttum.

Skylduheimsóknin í dýragarðinn í Barcelona fyrr í sumar vakti þó hjá mér ákveðinn óhug. Dýrin, sem að sjálfsögðu voru í búrum, voru horuð, sjúskuð og líklega þunglynd, hreyfðu sig varla í hitanum enda búrin agnarsmá og hitinn gríðarlegur. Eins og við, eru þau að sjálfsögðu ekki gerð til þess að búa í litlum búrum.

Dýralífsþættir hafa gert það að verkum að við mæðginin urðum bæði sorgmædd að hofa á erni og hlébarða í litlum, þröngum, 50 fermetra búrum. Dýralífsþættir eru mun áhrifameiri leið til þess að upplifa dýraríkið heldur en dýragarðar. Þar sjáum við dýrin í þeirra umhverfi og í þeirra rétta hlutverki. Kynnumst þeim þar sem þeim líður vel og haga sér samkvæmt því. Með góðri tækni og almennilegri dagskrágerð er komin lausn á því að skoða dýrin á mun mannúðlegri hátt. Burt með dýragarða, áfram Attenborough!

Sigurborg Selma Karlsdóttir

Höf.: Sigurborg Selma Karlsdóttir