Baldur Arnarson Þorsteinn Ásgrímsson Miðborg Reykjavíkur mun taka miklum breytingum á næstu misserum vegna tugmilljarða fjárfestingar í íbúðum og hótelum.

Baldur Arnarson

Þorsteinn Ásgrímsson

Miðborg Reykjavíkur mun taka miklum breytingum á næstu misserum vegna tugmilljarða fjárfestingar í íbúðum og hótelum. Spenna er að myndast á byggingarmarkaði og gæti þessi fjárfesting því haft áhrif á byggingarkostnað á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Fram kemur í samantekt Morgunblaðsins í dag að heildarfjárfesting í hótelum, íbúðum og skrifstofuhúsnæði í miðborginni á næstu þremur árum verður minnst 71 milljarður, en gæti vel farið yfir 100 milljarða fram til ársins 2017.

Nú þegar hefur vinna hafist við fjölmörg stór verkefni, en auk þess eru fleiri stórir reitir sem stefnt er að því að byggja upp eða endurhanna á næstu árum. Sú uppbygging mun, ásamt endurgerð gatna, hafa mikil áhrif á ásýnd miðborgarinnar.

Húsnæðiskostnaðurinn hár

Uppbyggingin mun líka hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn og eftirspurn eftir iðnaðar- og verkafólki.

Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að skortur sé að verða á sérhæfðu iðnaðarfólki á höfuðborgarsvæðinu. Það ásamt takmörkuðu framboði á byggingarverkamönnum kalli á innflutt vinnuafl.

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS, segir hækkandi húsnæðiskostnað á höfuðborgarsvæðinu hafa í för með sér að dýrt sé að flytja inn og hýsa erlent vinnuafl.

„Sá kostnaður hlýtur að smitast í byggingarkostnaðinn. Að lokum borgar viðskiptavinurinn slíkan kostnað,“ segir Gylfi.

Annar heimildarmaður í byggingargeiranum, sem óskaði nafnleyndar, telur að hár kostnaður við innflutt vinnuafl muni leiða til þess að minna verði byggt á jöðrum höfuðborgarsvæðisins en ella. Verktakar muni vilja byggja miðsvæðis.

Miðbærinn tekur 14-15