Sogn Fangar á Sogni eru m.a. með hænur og stunda silungaeldi.
Sogn Fangar á Sogni eru m.a. með hænur og stunda silungaeldi. — Morgunblaðið/RAX
„Þessi opnu fangelsi eru mikið framfaraskref og góð þróun í fangelsismálum.

„Þessi opnu fangelsi eru mikið framfaraskref og góð þróun í fangelsismálum. Þetta er leið til betrunar fanganna og við búum þá undir að koma út í samfélagið á nýjan leik,“ segir Ari Thorarensen, varðstjóri fangelsisins á Sogni, en Morgunblaðsmenn voru þar á ferð í gær.

Fangelsið á Sogni er opið en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið og því þurfa fangar sem vistast þar að hegða sér á ábyrgan hátt.

Á Sogni er hænsnahald, silungaeldi, gróðurhús og matjurtarækt. Öll vinnan í kringum bústörfin er alfarið á herðum fanganna. Auk þess sinna þeir öllum daglegum störfum allt frá eldamennsku til þrifa á húsnæðinu. „Margir kunna ekki á þvottavél þegar þeir koma hingað,“ sagði Ari. Hver fangi sér um afmarkaðan verkþátt. Einn sér um hænurnar, annar um fiskeldið o.s.frv. Sá sem eldar sér einnig um innkaupin í búðinni fyrir tiltekna fjárhæð. Hann þarf því að passa að eyða ekki um efni fram. 4