— AFP
Farþegar, með hanska og grímur, koma til Murtala Mohammed-flugvallar í Lagos í Nígeríu á mánudag. Staðfest var nýtt tilfelli ebólu í Lagos sama dag og eru þau nú orðin 10 í landinu.
Farþegar, með hanska og grímur, koma til Murtala Mohammed-flugvallar í Lagos í Nígeríu á mánudag. Staðfest var nýtt tilfelli ebólu í Lagos sama dag og eru þau nú orðin 10 í landinu. Alls hafa um þúsund manns dáið úr veikinni eftir að faraldurinn breiddist nýlega út í Vestur-Afríku. Í gær var skýrt frá því að aldraður, spænskur prestur, sem stundaði mannúðarstörf i Líberíu, væri látinn þótt hann hefði fengið nýtt, lítt prófað lyf, Zmapp, gegn ebólu en það var þróað í Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur nú leyft notkun Zmapp þótt fátt sé vitað um aukaverkanir þess. Segir WHO að þessi aðgerð sé siðferðislega verjandi vegna þess hve hratt sóttin breiðist nú út og vegna hárrar dánartíðni af völdum hennar.