Hópurinn Fyrstu tónleikar Chet-klúbbsins verða haldnir í kvöld í Hannesarholti.
Hópurinn Fyrstu tónleikar Chet-klúbbsins verða haldnir í kvöld í Hannesarholti.
Chet-klúbburinn heldur sína fyrstu tónleika í kvöld í tónleikasal Hannesarholts, Hljóðbergi, og hefjast þeir kl. 20.30.
Chet-klúbburinn heldur sína fyrstu tónleika í kvöld í tónleikasal Hannesarholts, Hljóðbergi, og hefjast þeir kl. 20.30. Chet-klúbburinn er hópur tónlistarfólks sem hefur mikinn áhuga á þeirri tónlist sem Chet Baker flutti á ferli sínum og þeirri stemningu sem einkenndi hann, skv. tilkynningu. Í Chet-klúbbnum eru Silva Þórðardóttir söngkona, Ragnhildur Gunnarsdóttir trompetleikari, Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Chet Baker var meistari í því að flytja tónlist á lágstemmdum nótum en jafnframt með mjög sterkri persónulegri túlkun, segir í tilkynningu. Liðsmenn Chet-klúbbsins hafa valið sín uppáhaldslög fyrir tónleikana í kvöld, m.a. „Every time we say goodbye“, „Do it the hard way“ og „I´m old fashioned“.