Keðjuverkandi skertur svikahrappur (möppur) Ráðamenn, vaknið og sjáið til þess að fólki sé ekki ýtt út af bjargbrúninni. Fæði, klæði og húsnæði eru sjálfsögð mannréttindi fyrir alla Íslendinga óháð stöðu og stétt.

Keðjuverkandi skertur svikahrappur (möppur)

Ráðamenn, vaknið og sjáið til þess að fólki sé ekki ýtt út af bjargbrúninni. Fæði, klæði og húsnæði eru sjálfsögð mannréttindi fyrir alla Íslendinga óháð stöðu og stétt. Í félagssáttmála Evrópu segir að í kjölfar fjármálahruns eigi að eyrnamerkja þær stéttir sem eru fjársterkastar til greiðslu fyrir ógæfusama fjárglæframenn.

Bót, aðgerðahópur um bætt samfélag, boðar til mótmælafundar við Tryggingastofnun ríkisins, TR, Laugavegi 114, fimmtudaginn 14. ágúst 2014 frá kl. 13-14.

1) Skerðingu á bótum bótaþega TR verði hætt strax.

2) Strax verði hætt með bótasvikahrappinn hjá TR, þar sem ábendingu um meint bótasvik hjá öryrkjum og eldri borgurum er hægt að senda TR. Mótmælalisti verður undirritaður og komið til Persónuverndar á Rauðarárstíg.

3) Skerðingu frá 2008-2014 verði skilað til bótaþega strax.

F. h. Bótar, aðgerðahóps um bætt samfélag.

Helga Björk Magnúsdóttir og Grétudóttir. S: 821-9871, songholl@internet.is