Föt Fataverslun jókst töluvert í júní, um 9,1% að raunvirði frá fyrra ári.
Föt Fataverslun jókst töluvert í júní, um 9,1% að raunvirði frá fyrra ári.
Veltutölur verslunar í júlímánuði sýna enn hraðari vöxt en áður og þá hefur verð í mörgum flokkum lækkað, til dæmis á dagvöru, fötum og raftækjum.

Veltutölur verslunar í júlímánuði sýna enn hraðari vöxt en áður og þá hefur verð í mörgum flokkum lækkað, til dæmis á dagvöru, fötum og raftækjum.

Athygli vekur að þrátt fyrir mikla vætutíð jókst sala á mat og drykk töluvert frá sama mánuði í fyrra, að því er segir í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Heildarveltan jókst að raunvirði um 3,7% frá júlí í fyrra og leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst veltan um 4,1%.

Fataverslun jókst umtalsvert í mánuðinum, um 9,1% að raunvirði frá fyrra ári. Þó er bent á að á sama tíma hafi föt lækkað um þrjú prósent í verði, sem gæti haft sín áhrif.

Sala á öðrum sérvörum, eins og raftækjum og húsgögnum, eykst einnig hröðum skrefum. Til marks um það jókst til dæmis sala sérverslana með rúm um 34,5% í júlí frá sama mánuði í fyrra, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni.

Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs var sala á rúmum 15,4% meiri en á sama tímabili í fyrra. Þá jókst sala á farsímum um 27,5% í júlí, svo annað dæmi sé tekið.

Velta húsgagnaverslana var 16,3% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 16,9% á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 4,9% á föstu verðlagi og hefur verð á húsgögnum nú hækkað um 0,5% á síðustu tólf mánuðum.

Farsímasala tók einnig kipp og jókst um 27,5% í mánuðinum.