13. ágúst 1900 Minnisvarði um Otto Wathne var afhjúpaður á Seyðisfirði, en þar kom hann á fót blómlegri útgerð og verslun. 13.

13. ágúst 1900

Minnisvarði um Otto Wathne var afhjúpaður á Seyðisfirði, en þar kom hann á fót blómlegri útgerð og verslun.

13. ágúst 1908

Þýski jarðfræðingurinn Hans Reck og Sigurður Sumarliðason bóndi gengu á Herðubreið á Mývatnsöræfum, en hún hafði verið talin ókleif. „Uppi á fjallinu hlóðu þeir vörðu allháa, sem sést úr Herðubreiðarlindum,“ sagði í Norðurlandi.

13. ágúst 1987

Verslunarmiðstöðin Kringlan í Reykjavík var opnuð og verslunarrými á höfuðborgarsvæðinu jókst um 9%. „Nýtt skref inn í samtímann,“ sagði í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. Um fjörutíu þúsund manns komu í húsið fyrsta daginn. Þá voru sjötíu verslanir og þjónustufyrirtæki í Kringlunni.

13. ágúst 2004

Björk Guðmundsdóttir söng lagið Oceania á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson