Fallegt Stóra-Laxá rennur um gljúfrið.
Fallegt Stóra-Laxá rennur um gljúfrið. — Morgunblaðið/Einar Falur
Þann 16. ágúst nk. verður farin síðasta ganga sumarsins í gönguferðadagskrá Hrunamannhrepps. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu á Flúðum kl. 10, ekið inn í afrétt og gengið niður með gljúfri Stóru-Laxár, sem er rómað fyrir náttúrufegurð.

Þann 16. ágúst nk. verður farin síðasta ganga sumarsins í gönguferðadagskrá Hrunamannhrepps. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu á Flúðum kl. 10, ekið inn í afrétt og gengið niður með gljúfri Stóru-Laxár, sem er rómað fyrir náttúrufegurð. Endað verður við Hrunakrók.

Gangan verður farinn í samstarfi við Upplit, menningarklasa uppsveita Árnessýslu. Panta þarf í ferðina, þar sem keyra þarf göngufólk inn á afrétt, og greiða 5.000 krónur fyrir aksturinn og leiðsögn. Gangan tekur um það bil 8 klukkustundir en nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is.