Afmæli Sólfarið var sett við Sæbraut í tilefni afmælis Reykjavíkur.
Afmæli Sólfarið var sett við Sæbraut í tilefni afmælis Reykjavíkur.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nokkrir staðir eru mjög vinsælir til uppstillingar og skulu nokkrir þeirra nefndir hér. Vegatálminn í líki reiðhjóls á Skólavörðustíg er einn af þeim stöðum í Reykjavík sem eru vinsælir til að láta mynda sig á.

Nokkrir staðir eru mjög vinsælir til uppstillingar og skulu nokkrir þeirra nefndir hér. Vegatálminn í líki reiðhjóls á Skólavörðustíg er einn af þeim stöðum í Reykjavík sem eru vinsælir til að láta mynda sig á. Hallgrímskirkja hefur lengi verið meðal þeirra staða ásamt Sólfarinu við Sæbraut. Hinn fallegi myndskreytti veggur við skemmtistaðinn Kíkí í miðborg Reykjavíkur er án vafa meðal þeirra fulltrúa og utan á húsi verslunar Guðsteins Eyjólfssonar eru svo málaðar myndir af manni með bindi en þær eiga að virka sem kennsla um hvernig binda eigi bindishnút. Óhætt er að fullyrða að sá veggur hafi undanfarin ár laðað að sér þónokkuð marga ferðmenn sem vilja ólmir láta mynda sig við vegginn.

Sumir staðir vinsælli en aðrir

• Megum ekki vanmetta þátt netsins Páll Fannar Einarsson

pfe@mbl.is

Ákveðnir staðir í Reykjavík eru vinsælli en aðrir hjá ferðamönnum til uppstillingar fyrir ljósmyndatöku, en staðirnir geta verið allt frá íburðamiklum og fallegum byggingum yfir í einfalda vegatálma. „Þessir staðir gera tvímælalaust heilmikið fyrir borgina. Þessir staðir hefðu kannski ekki skipt sköpum fyrir tuttugu árum en á tímum Instagram og Fésbókarinnar er þetta það sem fólk gerir,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri Reykjavíkur.

Jakob telur staðsetningarnar hafa í för með sér heilmikla landkynningu og bendir á margföldunaráhrifin sem þeim fylgja. „Fólk tekur myndir af því sem því finnst vera öðruvísi en það á að venjast og sendir það áfram á vini og vandamenn. Hvert okkar á allt að 5.000 vini á Fésbók og því hefur þetta gríðarlegan mátt. Við megum nefnilega alls ekki vanmeta þátt netsins í því að hér eru ellefu hundruð þúsund erlendir gestir á þessu ári. Það er beint samhengi þar á milli,“ segir Jakob.

Brosið gerir mest

Á Laugavegi 1 í miðborg Reykjavíkur stendur gjafavöruverslunin „The Viking“ en fyrir framan hana eru tvær styttur, af Grýlu og Leppalúða. Stytturnar hafa staðið fyrir framan búðina frá því í vor en þær hafa vakið mikla lukku meðal ferðamanna.

„Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum að stilla sér upp með styttunum og láta taka mynd af sér. Það er stöðugur straumur af þeim allan ársins hring frá morgni til kvölds. Við höfum verið með svipaðar styttur í búðinni okkar á Akureyri og þær hafa reynst okkur afar vel. Glaður ferðamaður er góður kúnni og þetta er liður í því að stuðla að því. Brosið er það sem gerir mest fyrir okkur.

Þetta er líklega einn dýrasti leikmunur sem ég hef látið gera en það borgar sig margfalt til baka,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi „The Viking“.