Brjóstmynd af Alexander mikla.
Brjóstmynd af Alexander mikla.
Fornleifafræðingar í Grikklandi hafa fundið grafhaug í rústum borgarinnar Amfípólis frá tímanum rétt eftir dauða Alexanders mikla, 323 fyrir Krist. Er það stærsti haugur af þessu tagi sem fundist hefur í landinu.

Fornleifafræðingar í Grikklandi hafa fundið grafhaug í rústum borgarinnar Amfípólis frá tímanum rétt eftir dauða Alexanders mikla, 323 fyrir Krist. Er það stærsti haugur af þessu tagi sem fundist hefur í landinu. Ekkert er enn vitað um það hver var heygður á staðnum en

þess má geta að ekki er vitað hvar Alexander var lagður til hinstu hvílu. Antonis Samaras forsætisráðherra heimsótti staðinn, sem er um 60 km frá borginni Serres, í gær og sagði fundinn einstakan í sinni röð, afar mikilvægan. Þvermál haugsins er um 500 metrar. kjon@mbl.is