Afmælisbarn Hrólfur Þeyr Þorrason segist reikna með óvæntri uppákomu næstkomandi föstudag. Hann er í dag 25 ára gamall.
Afmælisbarn Hrólfur Þeyr Þorrason segist reikna með óvæntri uppákomu næstkomandi föstudag. Hann er í dag 25 ára gamall.
Þetta verður fyrsti frídagur minn í langan tíma. Ég stefni að því að taka það rólega með kærustunni minni yfir daginn en um kvöldið verður svo grill með fjölskyldunni.

Þetta verður fyrsti frídagur minn í langan tíma. Ég stefni að því að taka það rólega með kærustunni minni yfir daginn en um kvöldið verður svo grill með fjölskyldunni. Hver veit nema maður skellir sér í göngutúr líka,“ segir Hrólfur Þeyr Þorrason sem í dag fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu. Hann starfar nú í hlutastarfi sem öryggisvörður í húsakynnum Seðlabanka Íslands auk þess sem hann leggur stund á fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.

„Svo virðist nú stefna í eitthvað óvænt á föstudaginn en kærastan mín hefur að undanförnu undirbúið eitthvað í tilefni afmælisins. Til þessa hef ég ekki mátt vita neitt nema að ég má ekki vera heima fyrr en um kvöldið og þá á ég að mæta í mínum fínustu fötum. Þetta er mjög erfitt fyrir forvitinn mann eins og mig,“ segir Hrólfur Þeyr en kærasta hans heitir Elísa Ósk Ómarsdóttir og leggur hún stund á sjúkraliðanám.

Fyrr í sumar sótti parið fjölskyldu Elísu Óskar heim í Skagafjörð auk þess sem þau ferðuðust um Vestfirði en þar var haldið fjölmennt ættarmót. „Við fórum í raun nánast hringinn í kringum Vestfirðina eftir að ég keyrði óvart suðurleiðina að Önundarfirði,“ segir Hrólfur Þeyr. Spurður hvernig honum hafi litist á náttúru Vestfjarða á leið sinni um firðina svarar hann: „Þetta er eitt fallegasta svæði landsins.“ khj@mbl.is