Aðsókn Kvikmyndin <strong> Teenage Mutant Ninja Turtles</strong> fékk gríðarmikla aðsókn síðustu helgi og skákaði þar með <strong> Guardians of the Galaxy</strong> .
Aðsókn Kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles fékk gríðarmikla aðsókn síðustu helgi og skákaði þar með Guardians of the Galaxy .
Það hefur oft sannast að gæði og magn fara ekki endilega saman, en tvær af stærstu frumsýningum sumarsins í bíóhúsunum vestanhafs bera þess vott.

Það hefur oft sannast að gæði og magn fara ekki endilega saman, en tvær af stærstu frumsýningum sumarsins í bíóhúsunum vestanhafs bera þess vott. Kvikmyndin Guardians of the Galaxy , sem er meðal annars með 8,7 í einkunn á vefsíðunni IMDB og 92% á Rotten Tomatoes, náði ágætis opnunarhelgi en aðsókn myndarinnar féll um 56% um síðustu helgi þegar skjaldbökudrengirnir í Teenage Mutant Ninja Turtles , leikstýrðri af Jonathan Liebesman, mættu á skjáinn. Kvikmyndin, sem hefur fengið hræðilega dóma, meðal annars eina stjörnu af fimm frá gagnrýnanda The Guardian , Jordan Hoffman, halaði inn hátt í átta milljarða króna um síðustu helgi.

Hvort og hvers vegna ákveðnar kvikmyndir slá í gegn hefur verið mönnum mikil ráðgáta en flestir eru því sammála að hundurinn liggi í þetta skiptið grafinn í rosalegri markaðsherferð þar sem „blokkbösterkóngurinn“ Michael Bay fór fyrir flokki manna. Kvikmyndin kostaði hátt í fimmtán milljarða íslenskra króna í framleiðslu og ljóst er að dágóð summa hefur farið í að sjá til þess að opnunarhelgin yrði góð.

davidmar@mbl.is