Börsungur Guðjón Valur gekk í raðir Barcelona fyrr í sumar.
Börsungur Guðjón Valur gekk í raðir Barcelona fyrr í sumar. — Morgunblaðið/Eva Björk
Spænski landsliðsmaðurinn Victor Tomas fagnar mjög komu Guðjóns Vals Sigurðssonar til Barcelona, en Guðjón yfirgaf herbúðir Þýskalandsmeistara Kiel í vor og samdi við spænska stórliðið til næstu tveggja ára.

Spænski landsliðsmaðurinn Victor Tomas fagnar mjög komu Guðjóns Vals Sigurðssonar til Barcelona, en Guðjón yfirgaf herbúðir Þýskalandsmeistara Kiel í vor og samdi við spænska stórliðið til næstu tveggja ára.

Þeir Tomas og Guðjón Valur hafa oft mæst á handboltavellinum, en Tomas er örventur hægri hornamaður sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Katalóníuliðinu sem og spænska landsliðinu á undanförnum árum.

Þreytist aldrei

„Guðjón er einn af erfiðustu mótherjum mínum. Hann þreytist aldrei og er afar öflugur sóknar- og varnarmaður. Ég er heppinn að hafa hann sem samherja núna,“ segir Tomas á vef Barcelona.

Börsungar hófu undirbúngstímabilið fyrir átök vetrarins hinn 4. ágúst en fyrsti Guðjóns í búningi Barcelona verður hinn 19. þessa mánaðar, þegar liðið sækir þýska liðið Minden heim og mætir því í tilefni 90 ára afmælis þýska liðsins.

Keppni í spænsku deildinni hefst í byrjun september en Barcelona heldur til Doha í Katar fyrstu vikuna í september og tekur þátt í heimsmeistaramóti félagsliða, þar sem liðið á titil að verja. gummih@mbl.is