Hey Hestaheyið þarf að vera vel þurrkað.
Hey Hestaheyið þarf að vera vel þurrkað.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Það verður sjálfsagt meira framboð en ég reikna ekki með að verðið breytist mikið, bændur vilja ekki selja undir framleiðslukostnaðarverði,“ segir Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík.

„Það verður sjálfsagt meira framboð en ég reikna ekki með að verðið breytist mikið, bændur vilja ekki selja undir framleiðslukostnaðarverði,“ segir Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík.

Hestamenn eru stórir heykaupendur. Nokkrir stórir framleiðendur sinna markaðnum með því að flytja heyrúllurnar í hesthúsahverfin. Þar taka gjarnan smásalar við og þjóna einstökum hesthúsaeigendum. Gjarnan eru gerðir fastir samningar. Jón Finnur á ekki von á að þetta breytist þótt vel geti verið að fleiri bjóði hey og eflaust séu einhverjir að gera góð kaup um þessar mundir. Hann telur þó að málin skýrist ekki almennilega fyrr en líður fram á haust.

Betra að eiga næg hey en mikla peninga

• Ekki útlit fyrir aukinn útflutning „Það er mín skoðun að það sé allt í lagi að eiga næg hey. Gömlu bændurnir sögðu að betra væri að eiga nóg af heyi en mikið af peningum,“ segir Vilhjálmur Þórarinsson, bóndi í Litlu-Tungu í Holta- og Landsveit. Hann telur óþarfa að blása það út þótt nú komi eitt ár þar sem hey séu vel yfir þörfum, eftir tvö til þrjú ár þar sem það hafi verið á mörkunum að hey væru næg.

Fram hefur komið að einhverjir bændur hafa ekki keypt plast fyrir lokahnykk heyskaparins því þeir eru komnir með allt of mikil hey. Nota þeir þá rúllurnar í landgræðslu eða annað.

Vilhjálmur hefur verið stærsti útflytjandi á heyi til Færeyja undanfarin ár. Útflutningurinn minnkaði heldur á síðasta ári, miðað við árið á undan. Vilhjálmur reiknar ekki með að Færeyingar auki heykaup sín því sumarið hafi verið, eins og síðasta sumar, eitthvert það besta og þurrasta sem þar hafi lengi komið. Færeyskir bændur hafa því væntanlega getað nýtt vel sín takmörkuðu ræktunarlönd. Vilhjálmur ræktar gras fyrir útflutninginn í Gunnarsholti og flytur út hey í svokölluðum stórböggum sem eru þægilegir í flutningi. helgi@mbl.is