Heildarvelta íslenskra Visa kreditkorta jókst í júlímánuði um 5,7% frá sama mánuði í fyrra. Notkun innanlands jókst um 4,1% en erlendis var veltuaukningin um 15,3% , að því er segir í tilkynningu frá Valitor.

Heildarvelta íslenskra Visa kreditkorta jókst í júlímánuði um 5,7% frá sama mánuði í fyrra. Notkun innanlands jókst um 4,1% en erlendis var veltuaukningin um 15,3% , að því er segir í tilkynningu frá Valitor.

Til samanburðar jókst veltan í júní um 5% frá sama mánuði í fyrra.

Mest jókst kreditkortaveltan í áfengisverslunum, um 4,3% frá júlí í fyrra. Veltan á bensínstöðvum dróst hins vegar saman um 2,8% milli ára.

Þá jókst kreditkortaveltan í matvöru- og stórverslunum jafnframt um 0,5% .