Ófeimin Krían í Flatey er ófeimin við mannfólkið og nálgast ætið að því er virðist óhrædd á meðan verið er að slægja.
Ófeimin Krían í Flatey er ófeimin við mannfólkið og nálgast ætið að því er virðist óhrædd á meðan verið er að slægja. — Ljósmyndir/Tryggvi Þormóðsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mannfólkið í Flatey á Breiðafirði hefur haft gaman af því í sumar hversu gæf krían í eynni hefur verið. Svo gæf að hún hefur beinlínis nálgast æti með því að grípa með goggi beint úr lófa.

Mannfólkið í Flatey á Breiðafirði hefur haft gaman af því í sumar hversu gæf krían í eynni hefur verið. Svo gæf að hún hefur beinlínis nálgast æti með því að grípa með goggi beint úr lófa.

Ævar Petersen fuglafræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta hátterni kríunnar gæfi ekki neina vísbendingu um fæðuskort hjá kríunni. „Þessir fuglar nýta alltaf tækifærin ef þau gefast. Það er að vísu sjaldgæfara með kríurnar en ritur að þær komi og taki við æti úr hendi. Þó kemur það alloft fyrir og fólk hefur einmitt verið að leika sér að þessu í Flatey, þegar verið er að slægja,“ segir Ævar.

Hann segir að sjómenn þekki það mjög vel úti á sjó að ritur komi og þiggi æti úr hendi, og hafi alla tíð gert.