Heiður Daði Valdimarsson og Matthías Jakobsson ásamt Svanfríði.
Heiður Daði Valdimarsson og Matthías Jakobsson ásamt Svanfríði. — Ljósmynd/Helgi Steinar
Á Fiskideginum mikla á Dalvík um liðna helgi var fyrirtækið Promens heiðrað, en það var stofnað á Dalvík árið 1984, fyrir 30 árum, undir merkjum Sæplasts. Í dag á Promens og rekur 41 verksmiðju í 19 löndum. Starfsmenn eru alls um 3.

Á Fiskideginum mikla á Dalvík um liðna helgi var fyrirtækið Promens heiðrað, en það var stofnað á Dalvík árið 1984, fyrir 30 árum, undir merkjum Sæplasts. Í dag á Promens og rekur 41 verksmiðju í 19 löndum. Starfsmenn eru alls um 3.800 en í verksmiðjunni á Dalvík starfa um 60 manns.

Hefð hefur skapast fyrir því á Fiskideginum að heiðra einstaklinga, starfsemi eða fyrirtæki sem skipt hafa máli fyrir uppbyggingu í sjávarútvegi á Dalvík, á öllu landinu eða jafnvel víðar.

Sæplast varð þannig til að hópur manna tók sig saman og keypti vélar og tæki til framleiðslu á fiskikerum. Vélarnar voru fluttar til Dalvíkur og starfsemi hófst. Árið 2005 var Promens hf. stofnað og árið 2007 breyttist nafn verksmiðjunnar á Dalvík í Promens Dalvík ehf.

Svanfríður Jónasdóttir, fráfarandi bæjarstjóri á Dalvík, heiðraði fulltrúa fyrirtækisins, þá Daða Valdimarsson, framkvæmdastjóra Promens á Dalvík, og Matthías Jakobsson, einn stofnenda Sæplasts, sem var stjórnarformaður frá 1984 til 1997, í heil 13 ár.