Gary Medel
Gary Medel
Sílebúinn Gary Medel, sem ítalska knattspyrnuliðið Inter Mílanó fékk til liðs við sig um helgina, verður ekki löglegur með Inter í leikjunum tveimur gegn Stjörnunni í 4. umferð Evrópudeildarinnar 20. og 28. ágúst.

Sílebúinn Gary Medel, sem ítalska knattspyrnuliðið Inter Mílanó fékk til liðs við sig um helgina, verður ekki löglegur með Inter í leikjunum tveimur gegn Stjörnunni í 4. umferð Evrópudeildarinnar 20. og 28. ágúst.

Inter hafði ekki hnýtt lausa enda varðandi félagaskipti Medel frá velska liðinu Cardiff í tíma, áður en félagið þurfti að tilkynna 25 manna leikmannahóp til UEFA fyrir leikina gegn Stjörnunni. Miðjumaðurinn öflugi, sem gerði það gott með Síle á HM í Brasilíu í sumar, verður því fjarri góðu gamni í leikjunum tveimur gegn Stjörnunni.

Ef Inter slær hins vegar Stjörnuna út og kemst í riðlakeppnina mun Inter geta bætt Medel inn í Evrópuhópinn sinn fyrir riðlakeppnina.

Kaupi Inter menn á næstu dögum verða þeir því ekki löglegir með liðinu gegn Stjörnunni, frekar en Medel. Menn eins og kamerúnski framherjinn Samuel Eto'o hafa verið orðaðir við Inter undanfarið. thorkell@mbl.is