Í miðbænum Ferðamenn á ferð.
Í miðbænum Ferðamenn á ferð. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, gagnrýnir að 234 milljónum króna skuli hafa verið varið til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða án samþykkis Alþingis.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, gagnrýnir að 234 milljónum króna skuli hafa verið varið til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða án samþykkis Alþingis.

„Það er búið að veita fé í sjóðinn á grundvelli minnisblaðs sem lagt var fram í ríkisstjórn í sumar um 380 milljóna aukafjárveitingu. Alþingi hefur hins vegar ekki samþykkt fjárveitinguna. Ég mun krefja fjármálaráðuneytið svara vegna þessa. Það má ekki greiða fjármuni úr ríkissjóði nema að fenginni heimild Alþingis.“

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og annar varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir einnig þessa ráðstöfun fjármuna. „Fjárreiðulögin gera ekki ráð fyrir að þessi leið sé farin. Það var ekki ófyrirséð að það þyrfti að byggja upp ferðamannastaði og innviði á friðlýstum svæðum. Það var fyrirséð. Ríkisstjórnin áætlaði ekki fyrir þeim kostnaði. Það er léleg áætlanagerð.“

Sátt við skýringar ráðuneyta

Vigdís segir fulltrúa þriggja ráðuneyta sem komu fyrir fjárlaganefnd í gær hafa gefið skýringar á framúrkeyrslu á fyrri hluta árs. Búist var við allt að 1,65 milljarða halla þar.

„Jákvæð teikn“ 2

Séu innan heimilda
» Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að umræddar fjárveitingar séu „innan fjárheimilda“.
» Segir þar einnig að í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri hluta ársins sé ekki tekið tillit til ofangreindrar aukafjárveitingar né heldur þeirra tæplega 200 milljóna sem sjóðurinn átti óráðstafaðar frá fyrra ári.