Ætli mánudagurinn 11. ágúst „hafi ekki verið einna besti dagur sumarsins (það sem af er) á höfuðborgarsvæðinu.“ Þetta skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni undir yfirskriftinni: „Heldur kólnar?

Ætli mánudagurinn 11. ágúst „hafi ekki verið einna besti dagur sumarsins (það sem af er) á höfuðborgarsvæðinu.“

Þetta skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni undir yfirskriftinni: „Heldur kólnar?“

Í veðurspá fyrir næstu daga er ekki spáð álíka hita á höfuðborgarsvæðinu og mældist í Reykjavík í fyrradag. Þá mældist mesti hiti á höfuðborgarsvæðinu, 21,9 stig við Korpu. Hitinn fór víða á Suðurlandi um og yfir 20 stigin.

Í veðurspám næstu daga fer heldur kólnandi um land allt, þó að tveggja stafa tölur verði nokkuð áberandi. Ekki er útlit fyrir að sambærilegur hiti endurtaki sig næstu vikuna, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er þó útséð að það verði í ágústmánuði þar sem töluvert er eftir af honum.