13. ágúst 1953 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu bíður lægri hlut gegn því norska, 3:1 í vináttulandsleik í Noregi. Gunnar Kristinn Gunnarsson skorar mark Íslands á 43. mínútu. 13.

13. ágúst 1953

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu bíður lægri hlut gegn því norska, 3:1 í vináttulandsleik í Noregi. Gunnar Kristinn Gunnarsson skorar mark Íslands á 43. mínútu.

13. ágúst 1996

21 árs landslið karla í knattspyrnu burstar Möltu, 6:0 í vináttulandsleik á Sauðárkróksvelli. Bjarni Guðjónsson skorar tvö af mörkum Íslands, Bjarnólfur Lárusson, Ólafur Bjarnason, Stefán Þórðarson og Valur Fannar Gíslason skora eitt mark hver.

13. ágúst 2004

Ólympíuleikarnir í Aþenu í Grikklandi eru settir við glæsilega athöfn. Guðmundur Hrafnkelsson markvörður íslenska landsliðsins í handbolta er fánaberi íslenska hópsins við inngöngu íslensku íþróttamannanna á leikvanginn í Aþenu. 30 úr 50 manna hópi Íslendinga taka þátt í setningarathöfninni.