Afboðun Stríðið fælir Lönu Del Rey frá Ísrael.
Afboðun Stríðið fælir Lönu Del Rey frá Ísrael.
Bandaríska söngkonan Lana Del Rey hefur nú bæst á lista þeirra listamanna sem hafa ákveðið að afboða komu sína til Ísraels sökum stríðsins sem geisar á Gaza-svæðinu um þessar mundir. Söngkonan hugðist koma fram á tónleikum í Tel Aviv hinn 20.
Bandaríska söngkonan Lana Del Rey hefur nú bæst á lista þeirra listamanna sem hafa ákveðið að afboða komu sína til Ísraels sökum stríðsins sem geisar á Gaza-svæðinu um þessar mundir. Söngkonan hugðist koma fram á tónleikum í Tel Aviv hinn 20. ágúst næstkomandi. Í yfirlýsingu kemur fram að ekki verði af tónleikunum sökum þess að nýtilkomin herlög í landinu kveði á um að ekki megi halda samkomur þar sem fleiri en þúsund manns komi saman hverju sinni, en viðburðurinn átti að vera heldur stærri en það. Auk þess fannst aðstandendum tónleikanna ekki rétt að halda slíkan viðburð þegar stríðsástand ríkti. Lana Del Rey er þar með komin í hóp listamanna á borð við Neil Young, Backstreet Boys og CeeLo Green.