Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, stendur fyrir Bransadögum 1.-4.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, stendur fyrir Bransadögum 1.-4. október og er markmiðið að fá til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk með það fyrir augum að kynna íslenska kvikmyndagerð og leiða saman íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk í þeirri von að koma verkefnum á koppinn og miðla reynslu. Fjöldi erlendra gesta kemur sérstaklega á Bransadaga og má búast við að þeir verði hátt í hundrað.