Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, fagnar ráðningu Dags Sigurðssonar í starf þjálfara þýska karlalandsliðsins í handknattleik en gengið var frá ráðningu Dags í starfið í fyrradag.

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, fagnar ráðningu Dags Sigurðssonar í starf þjálfara þýska karlalandsliðsins í handknattleik en gengið var frá ráðningu Dags í starfið í fyrradag.

„Dagur er góður þjálfari og er góður kostur fyrir Þýskaland. Hann mun koma með góða skapið inn í liðið,“ sagði Alfreð í samtali við þýska fjölmiðla. Sjálfur hefur Alfreð oftar en ekki verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Þjóðverjum en forráðamenn Kiel hafa ekki léð máls á því að Alfreð taki að sér annað starf en hann er samningsbundinn þýska stórliðinu til 30. júní 2017. „Dagur getur ekki umbreytt öllu en getur byggt upp gott lið með þeim ungu leikmönnum sem eru að koma upp,“ segir Alfreð. gummih@mbl.is