Hlaup Margir hlaupa sér til heilsubótar. Bandarískir vísindamenn mæla ekki með að fólk hlaupi meira en 6,4 km á dag því það gæti reynst skaðlegt.
Hlaup Margir hlaupa sér til heilsubótar. Bandarískir vísindamenn mæla ekki með að fólk hlaupi meira en 6,4 km á dag því það gæti reynst skaðlegt. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Að hlaupa meira en 6,4 km daglega gæti reynst skaðlegt fyrir heilsuna. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn á ofþjálfun sem birtist í læknatímaritinu Mayo Clinic Proceedings, AFP-fréttaveitan greinir frá. Rannsakendur beindu sjónum að 2.

Að hlaupa meira en 6,4 km daglega gæti reynst skaðlegt fyrir heilsuna. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn á ofþjálfun sem birtist í læknatímaritinu Mayo Clinic Proceedings, AFP-fréttaveitan greinir frá.

Rannsakendur beindu sjónum að 2.400 manns sem lifðu af hjartaáfall. Þeir fundu út að með þjálfun dró úr líkum á hjartaáfalli en þó upp að vissu marki.

Það dró úr ávinningi hreyfingarinnar á meðal þeirra sem hlupu meira en 48 km á viku. Þeir sem æfðu mest, meira en 73,6 km á viku juku líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá ýttu svokölluð keppnishlaup undir líkur á að upp kæmi bráðatilfelli þar sem einstaklingur þyrfti að komast strax undir læknishendur.

Á meðal þeirra sem gengu meira en 10,4 km á dag eða 68,8 km á viku, dró einnig úr ávinningi hreyfingarinnar.

Hóflegar æfingar í tvær og hálfa klukkustund á viku

Rannsakendurnir tóku þó fram, að þar sem rannsóknin tók til þeirra sem lifðu af hjartaáfall, væri ekki hægt að heimfæra rannsóknina á alla þjóðina.

Almennt mæla sérfræðingar með hóflegum æfingum í tvo og hálfan tíma á viku eða 75 mínútur á viku af kraftmiklum æfingum, fyrir þá sem eru með heilbrigt hjarta og líkama.

Fyrir þá sem eru með hjartasjúkdóma er mælt með 30-40 mínútna æfingu á hverjum degi.