Kraftur Frá sýningunni í Eldborg.
Kraftur Frá sýningunni í Eldborg.
Tónlistarsýningin Bat Out of Hell verður sett upp í Hofi á Akureyri laugardaginn 20. september.

Tónlistarsýningin Bat Out of Hell verður sett upp í Hofi á Akureyri laugardaginn 20. september. Samstarfi Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinmans er gert hátt undir höfði með áherslu á metsöluplötuna Bat Out of Hell sem kom út í október árið 1977 og er mest selda erlenda platan á Íslandi fyrr og síðar. Einnig flytur hópurinn þekkt lög eftir Jim Steinman sem setið hafa á toppi vinsældalista út um allan heim, þar má nefna Total Eclipse of the Heart og Holding Out for a Hero.

Sýningin var frumflutt 17. maí sl. í Eldborg og þótti takast vel. Miðasala á sýninguna í Hofi hefst á menningarhus.is í hádeginu í dag.