14. ágúst 1942 Golfsamband Íslands er stofnað. Það er í dag, 72 árum síðar, elsta sérsambandið innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. 14.

14. ágúst 1942

Golfsamband Íslands er stofnað. Það er í dag, 72 árum síðar, elsta sérsambandið innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

14. ágúst 1996

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sigrar Möltu, 2:1 í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Ólafur Adolfsson og Ríkharður Daðason skora mörk Íslands. Ríkharður sagði við Morgunblaðið eftir að hafa skorað sigurmarkið: „Það var rosalega ljúft að sjá á eftir boltanum í netið.“

14. ágúst 2013

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vinnur Færeyjar, 1:0 í vináttulandsleik á Laugardalsvelli. Kolbeinn Sigþórsson skorar mark leiksins. Sama dag skorar Emil Atlason þrennu í sigri 21 árs landsliðs Íslands í 4:1-sigri á Hvíta-Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins.