Bókin Sophia Amoruso hefur á skömmum tíma orðið að áberandi andliti í tískuheiminum. Henni skaut hratt upp á stjörnuhiminn viðskiptalífsins þegar netverslun hennar Nasty Gal sló í gegn.

Bókin

Sophia Amoruso hefur á skömmum tíma orðið að áberandi andliti í tískuheiminum. Henni skaut hratt upp á stjörnuhiminn viðskiptalífsins þegar netverslun hennar Nasty Gal sló í gegn. Verslunina stofnaði hún árið 2006 en í dag skipta viðskiptavinirnir hundruðum þúsunda, dreifðir um allan hnöttinn.

Þrátt fyrir frekar stuttan starfsaldur sem frumkvöðull og stjórnandi sá Sophia ástæðu til að koma vísdómsorðum sínum og reynslusögu á blað, og sendi frá sér bókina #Girlboss . Bókin kom í sölu í maí og hefur klifrað upp í efstu sæti metsölulistanna vestanhafs.

Í #Girlboss talar Sophia opinskátt um þá óvenjulegu og undarlegu leið sem hún fór í lífinu. Sumir vilja líta á bókina sem rit handa konum sem dreymir um að eiga eigin rekstur, en ráðleggingarnar í bókinni eiga eflaust líka vel við karla líka.

Sophia er alls ekki þessi dæmigerði stjórnandi og viðskiptajöfur. Lýsandi dæmi um þetta er að það fyrsta sem hún seldi á netinu var bók sem hún hafði hnuplað, og það var með semingi að hún fór út á vinnumarkaðinn á þrítugsaldri, aðallega til þess að hafa sjúkratryggingu.

Boltinn fór svo að rúlla þegar Sophiu hugkvæmdist að selja notaðan fatnað á eBay. Í dag veltir Nasty Gal hundruðum milljóna dala og veitir um 350 manns atvinnu.

Stóra spurningin er svo hversu gagnleg ráðin sem Amoruso gefur eru. Er árangur hennar undantekningartilvik eða geta fleiri orðið að verslunar-mógúlum á netinu með því að synda gegn straumnum og fylgja forskriftinni í #Girlboss?