Afturelding hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Olís-deild kvenna í handbolta fyrir komandi tímabil. Mótanefnd HSÍ hefur móttekið tilkynningu frá handknattleiksdeild Aftureldingar þess efnis.

Afturelding hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Olís-deild kvenna í handbolta fyrir komandi tímabil. Mótanefnd HSÍ hefur móttekið tilkynningu frá handknattleiksdeild Aftureldingar þess efnis.

Liðum í Olís-deild kvenna fækkar því úr 13 í 12 og þurfti að draga í töfluröð upp á nýtt. Það verða þá samt jafnmörg lið í Olís-deild kvenna á komandi leiktíð og voru á þeirri síðustu, því ÍR-ingar verða með sem nýtt lið í deildinni í vetur.

Afturelding endaði í tólfta og neðsta sæti úrvalsdeildar kvenna í vor með 2 stig. Hekla Daðadóttir var langatkvæðamest Mosfellinga í markaskorun á síðustu leiktíð og skoraði 182 mörk og endaði næstmarkahæst í deildinni á eftir Veru Lopes hjá ÍBV sem skoraði 185 mörk. thorkell@mbl.is