Krókódílaleður og eldrauður varalitur er ekki amalegt tákn um völd og áhrif.
Krókódílaleður og eldrauður varalitur er ekki amalegt tákn um völd og áhrif.
Stöðutáknið Það eru ekki bara karlar sem þykir gaman að eignast stöðutákn sem samræmast árangri þeirra í lífi og starfi. Konur sem hafa klifrað upp metorðastigann mega líka spreða í eitthvað dýrt, glansandi og fínt, og njóta ávaxta erfiðsins.

Stöðutáknið

Það eru ekki bara karlar sem þykir gaman að eignast stöðutákn sem samræmast árangri þeirra í lífi og starfi. Konur sem hafa klifrað upp metorðastigann mega líka spreða í eitthvað dýrt, glansandi og fínt, og njóta ávaxta erfiðsins.

Hér er kominn varalitur sem fellur að hlutverki stöðutáknsins. Ef nýi Le Rouge-varaliturinn frá Givenchy er tekinn upp úr töskunni á næsta stjórnarfundi verður alveg örugglega eftir því tekið.

Hér er nefnilega enginn venjulegur varalitur á ferð. Liturinn kemur í hólki sem klæddur er ekta krókódíla-leðri. Verða aðeins framleidd 3.000 eintök, seld í snotrum gjafaöskjum, og fara á sölu í verslunum Barneys í október.

Fæst varaliturinn í litunum Le Rouge 306 og Carmin Escarpin og kostar heila 300 dali, nærri tífalt meira en venjulegur varalitur frá Givenchy. Er „venjulega“ útgáfan með lambsleðri utan um varalitarhólkinn. ai@mbl.is