Makrílbáturinn Siggi Gísla EA 255 strandaði í stórgrýttri fjöru við Keflavíkurhöfn á þriðja tímanum í gær en hann rak mannlausan frá bryggju í Keflavík og upp í fjöruna. Hafnsögubáturinn Auðunn fór í kjölfarið á staðinn og náði bátnum á flot.

Makrílbáturinn Siggi Gísla EA 255 strandaði í stórgrýttri fjöru við Keflavíkurhöfn á þriðja tímanum í gær en hann rak mannlausan frá bryggju í Keflavík og upp í fjöruna. Hafnsögubáturinn Auðunn fór í kjölfarið á staðinn og náði bátnum á flot.

Fram kom á fréttavef Víkurfrétta að nokkrir makrílbátar hefðu verið á veiðum á þessum slóðum og engan hefði grunað að báturinn væri mannlaus á leið upp í fjöru. Lögreglan kom fljótlega á staðinn og taug var sett í bátinn. Ljóst er að Siggi Gísla er nokkuð skemmdur en leki kom að honum.