Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkonur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, halda utan til Þýskalands á morgun en þær verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem haldið verður í Berlín.

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkonur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, halda utan til Þýskalands á morgun en þær verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem haldið verður í Berlín.

Þær stöllur hafa æft stíft hér heima fyrir mótið en báðar stunda þær nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg mun keppa í fimm greinum á mótinu. 50 metra flugsundi, 50 og 100 metra baksundi og 50 og 100 metra skriðsundi en Hrafnhildur einbeitir sér að bringusundinu en hún mun keppa í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Undirbúningur þeirra fyrir mótið hefur gengið vel og unnu þær meðal annars til verðlauna á alþjóðlegum mótum í Þýskalandi í sumar. gummih@mbl.is