Stjörnupar Lauren Bacall ásamt eiginmanni sínum, Humphrey Bogart.
Stjörnupar Lauren Bacall ásamt eiginmanni sínum, Humphrey Bogart. — AFP
Ein ástsælasta leikkona Hollywood, Lauren Bacall, lést á þriðjudaginn í íbúð sinni í New York, 89 ára að aldri.

Ein ástsælasta leikkona Hollywood, Lauren Bacall, lést á þriðjudaginn í íbúð sinni í New York, 89 ára að aldri. Bacall var hvað þekktust fyrir að leika á móti eiginmanni sínum, goðsögninni Humphrey Bog-art, í mörgum af vinsælustu kvikmyndum fimmta áratugarins en meðal þeirra má nefna The Big Sleep , Key Largo og Dark Passa-ge . Hjónin voru meðal fyrstu ofurpara Hollywood og kallaði pressan vestanhafs þau gjarnan „Bogie og Bacall“.

Bacall, sem fæddist árið 1924, fékk nafnið Betty Jean Perske. Hún var af gyðingaættum. Hún var eina barn foreldra sinna og ólst upp í Bronx-hverfi New York-borgar. Hún var uppgötvuð af Howard Hawks árið 1944 þegar hann rakst á fyrirsætumynd af henni. Þegar hún lék í fyrsta skipti á móti tilvonandi eiginmanni sínum, í kvikmynd byggðri á sögu Ernest Hemingway, To Have and Have Not , var hún 19 ára, hann 44 ára. Leikkonan vann tvisvar sinnum til Tony-verðlauna, Golden Globe-verðlauna og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir ævistarf sitt. davidmar@mbl.is