Fóðurblandan Daði Hafþórsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra framleiðslusviðs Fóðurblöndunnar og mun hann verða ábyrgur fyrir fóðurframleiðslu- og tæknimálum. Fram kemur í tilkynningu að Daði hefur starfað sl.
Fóðurblandan Daði Hafþórsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra framleiðslusviðs Fóðurblöndunnar og mun hann verða ábyrgur fyrir fóðurframleiðslu- og tæknimálum.

Fram kemur í tilkynningu að Daði hefur starfað sl. sjö ár hjá VHE vélaverkstæði sem deildarstjóri ÖHU og gæðamála. Áður starfaði hann meðal annars sem sérfræðingur í framleiðslustýringum hjá Rio Tinto Alcan frá 2001. Daði lauk BSc. í vörustjórnun frá Tækniháskólanum og hefur einnig lokið námi á vegum RTA í verkefnastjórnun frá George Group Consulting í Dallas, Bandaríkjunum.

Fóðurblandan hefur einnig ráðið Böðvar Jónsson sem framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs en um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og mun Böðvar verða ábyrgur fyrir afkomu síns sviðs, sem nefnist Hefðbundinn landbúnaður. Síðustu fjögur ár hefur Böðvar starfað sem sölustjóri sjónvarps hjá RÚV. Hann er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Bifröst og hefur einnig lokið PMD stjórnendaprófi frá IESE Business School á Spáni.