FVH Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2014-2015. Fjórir nýir tóku sæti í stjórninni í stað þeirra sem gengu úr stjórn en kosið er í embætti stjórnar á tveggja ára fresti.
FVH Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2014-2015. Fjórir nýir tóku sæti í stjórninni í stað þeirra sem gengu úr stjórn en kosið er í embætti stjórnar á tveggja ára fresti.

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár er þannig skipuð að Dögg Hjaltalín er formaður, Birgir Már Guðmundsson varaformaður og fulltrúi kjaranefndar og gjaldkeri er Magnús Erlendssson. Aðrir í stjórninni eru Edda Hermannsdóttir, formaður ritnefndar, Auðbjörg Ólafsdóttir, formaður fræðslunefndar, Hjalti Rögnvaldsson, meðstjórnandi og fulltrúi nýliða, Sigríður Mogensen, fulltrúi hagfræðinga, Valdimar Halldórsson, fulltrúi landsbyggðar, og Sveinn Agnarsson, fulltrúi samstarfsfyrirtækis.

Félagar FVH eru yfir eitt þúsund og hefur fjölgað mikið síðustu ár.