Rasmussen lætur af embætti framkvæmdastjóra NATO í haust. Hann segir óráðið hvað taki við að því loknu.

Rasmussen lætur af embætti framkvæmdastjóra NATO í haust. Hann segir óráðið hvað taki við að því loknu.

„Svar mitt er að ég hef enn ekki tekið þá ákvörðun, vegna þess að ég vil einbeita mér 100% að því að takast á við vandann í Úkraínu og tryggja árangursríka útkomu af leiðtogafundinum í Wales. Ég get fullvissað þig um að ég muni ekki setjast í helgan stein. Ég mun halda áfram að vera virkur, á einn eða annan hátt.“

– Sem stjórnmálamaður, eða hyggstu verja meiri tíma í áhugamál þitt, hjólreiðar?

„Hvað varðar hjólreiðarnar verða þær fyrst og fremst tómstundagaman,“ segir hann og hlær. „Ég mun ekki snúa aftur í dönsk stjórnmál. Ég hef íhugað nokkra kosti varðandi það sem tekur við að september loknum. Ég hef hins vegar ekki tekið endanlega ákvörðun, enda vil ég einbeita mér 100% að því að ljúka skipunartíma mínum.“