Útilistaverk Verk eftir Örn Trönsberg á Brooklyn Bar í Austurstræti. Hann er einn af þeim listamönnunum sem eru með verk til sölu á muses.is.
Útilistaverk Verk eftir Örn Trönsberg á Brooklyn Bar í Austurstræti. Hann er einn af þeim listamönnunum sem eru með verk til sölu á muses.is.
Muses.is er vefsíða internet gallerísins, muses.is. Þar er að finna myndlist eftir áhugaverða og framsækna íslenska sem erlenda listamenn. Á vefsíðunni er hægt að skoða úrval málverka, ljósmynda, teikninga, eftirprentana, skúlptúra og plakata.

Muses.is er vefsíða internet gallerísins, muses.is. Þar er að finna myndlist eftir áhugaverða og framsækna íslenska sem erlenda listamenn. Á vefsíðunni er hægt að skoða úrval málverka, ljósmynda, teikninga, eftirprentana, skúlptúra og plakata. Þar er einnig ágrip um listamennina, sýningar sem þeir hafa haldið og efniviðinn sem þeir vinna með svo fátt eitt sé nefnt.

Fróðlegt er að skoða verk listamannanna sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Ljósmyndir, olíumálverk og allt þar á milli. Hulstur utan um snjallsíma hönnuð af listamönnunum virðast njóta mikilla vinsælda, ef marka má þær vörur sem eru seldar af vefnum.

Muses setur upp sýningar ásamt listmönnum, bæði sam- og einkasýningar og tekur þátt í viðburðum.

Hægt er að kaupa listaverk í gegnum vefsíðuna. Tryggt er að verkið berist heim að dyrum 2-4 virkum dögum eftir að kaup hafa átt sér stað. Boðið er upp á aðstoð við val á listaverki í samvinnu við viðskiptavini. Hægt er að festa kaup á gjafabréfi til að nýta til kaupa á málverki.

Á facebook-síðu muses.is er einnig hægt að fylgjast með viðburðum og nýjustu verkum sem eru til sölu.