Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, söngleikur Ívars Páls Jónssonar í leikstjórn Bergs Ingólfssonar, var frumsýndur í gærkvöldi í Minetta Lane leikhúsinu í Greenwich Village í New York.
Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, söngleikur Ívars Páls Jónssonar í leikstjórn Bergs Ingólfssonar, var frumsýndur í gærkvöldi í Minetta Lane leikhúsinu í Greenwich Village í New York. Dagblaðið New York Times birti um liðna helgi grein um verkið þar sem rætt er við Ívar Pál, Berg o.fl. sem að sýningunni koma, m.a. leikkonuna Kate Shindle sem rifjar upp leikprufur fyrir verkið, að leikarar sem þær sóttu hafi verið ansi hissa á því að sögusvið verksins væri olnbogi á húsgagnamálara.