Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Orð Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Nato, við íslenska ráðamenn verða Birni Bjarnasyni umhugsunarefni: Áherslan á mikilvægi Atlantshafstengslanna og að Ísland sé tákngervingur þeirra minnir á orð sem féllu við svipuð tækifæri þegar keppni var...

Orð Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Nato, við íslenska ráðamenn verða Birni Bjarnasyni umhugsunarefni:

Áherslan á mikilvægi Atlantshafstengslanna og að Ísland sé tákngervingur þeirra minnir á orð sem féllu við svipuð tækifæri þegar keppni var háð milli austurs og vesturs og hún jókst stig af stigi á Norður-Atlantshafi. Á þeim árum var ekki talað um Norður-Íshafið á sama hátt og nú sem mikilvægt forðabúr fyrir olíu og gas sem tæknilega megi nýta vegna loftslagsbreytinga.

Við sjáum í Mið-Austurlöndum hve mikil harka er í baráttunni um ráð yfir þessum auðlindum þar. Allir vilja forðast sambærilega spennu svo að ekki sé talað um ástand á norðurslóðum. Það verður ekki gert nema NATO marki skýrari afstöðu en kom fram í orðum framkvæmdastjóra NATO í heimsókn hans til Íslands.“ Þá segir Björn:

Að framkvæmdastjóri NATO hvetji íslensk stjórnvöld til að færa út kvíarnar með því að fella leit og björgun undir sameiginlegar æfingar á Keflavíkurflugvelli fellur vel að hinu borgaralega hlutverki sem Íslendingar gegna innan NATO.

Heimsóknin um borð í varðskipið Þór er viðurkenning á að Íslendingar ráða yfir tækjum og þekkingu undir merkjum Landhelgisgæslu Íslands til að sinna þessum mikilvægu verkefnum og hafa um þau forystu meðal bandalagsþjóða hér í Norður-Atlantshafi.“