— Morgunblaðið/Golli
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, leikkonu og leikstjóra, Tvíliðaleikur, Playing with Balls í enskri þýðingu, verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, sem hefst 4. september.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, leikkonu og leikstjóra, Tvíliðaleikur, Playing with Balls í enskri þýðingu, verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, sem hefst 4. september. Myndin verður á dagskrá hátíðarinnar sem helguð er alþjóðlegum stuttmyndum. Stuttmyndin er sú fyrsta sem Nanna leikstýrir og samdi hún einnig handritið og framleiddi myndina. Í myndinni segir af pari sem er að leika tennis og verður ansi heitt í hamsi. Hópur roskinna lesbía verður vitni að látunum og ákveður ein þeirra að skerast í leikinn. Í myndinni leika Guðrún Gísladóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Jóhann Sigurðarson.