Fundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur á móti Anders Fogh.
Fundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur á móti Anders Fogh. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur frá lokum kalda stríðsins litið á Rússland sem bandamann en eftir aðgerðir Rússa í Úkraínu er ljóst að rússnesk stjórnvöld líta á bandalagið sem andstæðing.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur frá lokum kalda stríðsins litið á Rússland sem bandamann en eftir aðgerðir Rússa í Úkraínu er ljóst að rússnesk stjórnvöld líta á bandalagið sem andstæðing. Því hefur öryggismat í Evrópu gjörbreyst sem kallar á aukin framlög til varnarmála.

Þetta segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir aðspurður að Ísland sé ekki undanskilið í þessu efni.

Netvarnir og fjárveitingar

„Ég hef gefið til kynna að Ísland gæti lagt meira af mörkum þegar kemur að netvörnum. Þá höfum við komið auga á aðhlynningu sjúkra í tengslum við aðgerðir okkar sem eitt af því sem upp á vantar hjá NATO. Ísland gæti lagt sitt af mörkum þar.

Almennt má segja að eftir því sem hagkerfið taki við sér geti Ísland einnig lagt sitt af mörkum með fjárframlögum,“ segir Rasmussen sem kom hingað í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Fundurinn var undirbúningur vegna leiðtogafundar NATO í Wales í byrjun september. Sigmundur Davíð verður fulltrúi Íslands, ásamt því sem Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sækir fundinn.

Ógn við öryggi í Evrópu 14