Eftirminnilegir sólskinsdagar Sólskinsdagar eru eftirminnilegri en rigningavikur/-mánuðir. Ætli það sé þess vegna sem við bölvum rigningunni á hverju sumri?

Eftirminnilegir sólskinsdagar

Sólskinsdagar eru eftirminnilegri en rigningavikur/-mánuðir. Ætli það sé þess vegna sem við bölvum rigningunni á hverju sumri? Sterkasta minningin frá liðnu sumri er alltaf blíðan, ísbíltúrar á mildum sumarkvöldum þar sem sem sólsetrið er eins og sprenging í vestri, útilegur undir heiðum himni. Kannski eru þessi andartök ekki nema brotabrot af sumrinu í heild, en þau lifa í minningu okkar árið um kring og skapa þannig væntingar um endurtekningu.

Borgarbúi.