Baldur Björnsson er framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar.
Baldur Björnsson er framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Verslun með byggingarvörur er 30-40% of stór því að yfirskuldsett fyrirtæki fóru ekki í þrot eftir hrun.

Atvinnugreinin verslun með byggingarvörur er 30-40% of stór vegna þess að yfirskuldsett fyrirtæki fóru ekki í þrot eftir fjármálahrunið 2008, að sögn Baldurs Björnssonar, framkvæmdastjóra Múrbúðarinnar.

„Skuldir voru afskrifaðar hjá yfirskuldsettum fyrirtækjum og nú eru fleiri fermetrar lagðir undir byggingarvöruverslun en í mestu byggingarbólu Vesturlanda. Samt varð hrun. Það gengur ekki upp. Þess vegna er nánast enginn að hagnast. Bransinn er holdsveikur,“ segir hann í viðtali í ViðskiptaMogganum. „Nú eru verslanirnar þremur fleiri sem selja gólfefni en fyrir hrun. Einungis eitt alvöru fyrirtæki á byggingarvörumarkaði, Egill Árnason, varð gjaldþrota í kjölfar efnahagshrunsins og þrotabúið sett í sölu, en ekki ráðstafað af bönkum með niðurfærslu skulda og/eða kennitöluskiptum,“ segir hann.