Ryþmi Pedrito Martinez sem leikur latíntónlist ásamt hljómsveit sinni.
Ryþmi Pedrito Martinez sem leikur latíntónlist ásamt hljómsveit sinni.
Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett með pomp og prakt í dag. Listamenn hátíðarinnar og velunnarar ganga fylktu liði í skrúðgöngu niður Laugaveg undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar og að Hörpu. Lagt verður af stað frá Lucky Records við Hlemm kl. 17.30.

Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett með pomp og prakt í dag. Listamenn hátíðarinnar og velunnarar ganga fylktu liði í skrúðgöngu niður Laugaveg undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar og að Hörpu. Lagt verður af stað frá Lucky Records við Hlemm kl. 17.30.

Hátíðin verður sett með formlegum hætti á Hörpuhorni kl. 19.

Fyrstu tónleikar hátíðarinnar verða á Björtuloftum kl. 20 þar sem fram kemur tríó Chris Speed, sem auk hans er skipað bassaleikaranum Chris Tordini og íslenska trommuleikaranum Matthíasi Hemstock. Speed er góðkunningi Jazzhátíðar Reykjavíkur og kom síðast fram á hátíðinni fyrir tveimur árum. Á efnisskránni að þessu sinni er frumsamin tónlist, en ekki kæmi á óvart ef inn á milli læddust einhverjar af minna þekktum tónsmíðum meistara djasssögunnar.

Kl. 21 er komið að Pedrito Martinez sem leikur latíntónlist ásamt hljómsveit sinni í Norðurljósum Hörpu. Hljómsveitina skipa auk Martinez rafbassaleikarinn Jhair Sala frá Lima í Perú, slagverksmaðurinn Alvaro Benavides frá Caracas í Venezúela og píanistinn og söngkonan Ariacne Trujillo frá Havana á Kúbu. Tónlist Martinez byggist á afrókúbanskri rúmbuhefð auk bataryþma og söngva Jórúba ættbálka Mið-Afríku og Santeria hefðar Suður-Ameríku.

Lokaviðburður kvöldsins verður á Björtuloftum kl. 22.30 þar sem boðið verður upp á tónlistardjamm undir stjórn Kristjáns Tryggva Martinssonar.