Afmælisbarn Guðni fór til Siglufjarðar í sumar og líkaði vel. Í dag hefur kærastan hans undirbúið óvissuferð og fær hann lítið að vita.
Afmælisbarn Guðni fór til Siglufjarðar í sumar og líkaði vel. Í dag hefur kærastan hans undirbúið óvissuferð og fær hann lítið að vita. — Ljósmynd/Ása Þorsteinsdóttir
Hann vinnur sjálfstætt sem kvikmyndagerðarmaður ásamt því að stunda nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Hann vinnur sjálfstætt sem kvikmyndagerðarmaður ásamt því að stunda nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Aðspurður hvort haldið verði upp á daginn segir Guðni: „Það verður víst eitthvert húllumhæ, kærastan er með einhvers konar óvissuferð í bígerð og ég fæ því lítið að vita.“

Hann segir megináhugamálið snúast um enska boltann. „Ég hef lengi verið ötull stuðningsmaður Chelsea og ég reyni að fara að minnsta kosti einu sinni á ári til Englands til að horfa á leik. Þess utan eru mér hugleiknar alls konar listir, klassísk tónlist og jafnvel ballett.“

Í sumar hefur Guðni ferðast mikið um landið og komið víða við. „Ég fór í fyrsta skipti til Siglufjarðar og hef í raun farið tvisvar þangað í sumar. Mér þótti fjörðurinn mjög fallegur og einnig var skemmtilegt að sjá hversu mikil uppbygging er í bænum.“

Guðni er fæddur í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. „Mamma og pabbi voru bæði í námi þá en ég flutti svo ungur aftur heim til Íslands. Síðan þá hef ég búið víða í Bandaríkjunum.“

Hann segir eftirminnilegasta afmælisdaginn einmitt hafa verið árið 2011 þegar hann bjó í Los Angeles. „Vinir og vandamenn buðu mér þá óvænt í frábæra ferð til Las Vegas, ég held að það hafi verið toppurinn.“