Birgir Jóhann Jóhannsson fæddist 27. mars 1929. Hann lést 10. júlí 2014. Útför Birgis fór fram 23. júlí 2014.

Birgir tannlæknir er látinn. Mér brá, en svona er nú lífið. Birgir var mjög góður tannlæknir og þótti mér vænt um hann.

Þó það væri mikið að gera hjá honum, var hann alltaf tilbúinn að taka á móti mér, ef tannpína gerði vart við sig. Birgir var líka svo hress og alltaf í góðu skapi. Ég votta fjölskyldu hans mína innilegustu samúð og með þessu kvæði sem hún amma mín samdi kveð ég þennan sómamann.

Ef engill ég væri með vængi

þá væri ég hjá þér í nótt

og segði þér fallega sögu

svo sætt þig dreymdi og rótt.

Ég stryki þér um vangann vinur

svo vært um þína kinn

að ekkert illt gæti komist

inn í huga þinn.

(Elín Eiríksdóttir.)

Sunna Söebeck.