Skuggabankastarfsemi varpar ljósi á markaðinn.
Skuggabankastarfsemi varpar ljósi á markaðinn. — Morgunblaðið/Ómar
Ekki fer öll skuggabankastarfsemi fram fyrir luktum dyrum eða í skjóli nætur, þrátt fyrir að nafnið sé tortryggilegt. Hún á það til að varpa ljósi á það sem fram fer í atvinnulífinu. Forsíðufrétt Viðskiptamoggans í dag er ágætt dæmi um það.

Ekki fer öll skuggabankastarfsemi fram fyrir luktum dyrum eða í skjóli nætur, þrátt fyrir að nafnið sé tortryggilegt. Hún á það til að varpa ljósi á það sem fram fer í atvinnulífinu. Forsíðufrétt Viðskiptamoggans í dag er ágætt dæmi um það.

Þar kemur fram að HS Orka hafi hafið gerðardómsferli til að losna undan orkusölusamningum sem fyrirtækið undirritaði við Norðurál í apríl 2007 vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þetta eru tíðindi því þetta þýðir að minnsta kosti að bygging álversins í Helguvík frestast töluvert.

Þannig er mál með vexti að HS Orka er með skráðan skuldabréfaflokk, slíkt fellur undir skuggabankastarfsemi, og þarf því að birta á sex mánaða fresti uppgjör í Kauphöll Íslands. Tilkynna þarf fjárfestum um stöðu mála til að þeir geti metið með upplýstum hætti skuldabréf fyrirtækisins. Og til að meta hve vel í stakk búið fyrirtækið er að greiða skuldir sínar, þarf vitaskuld að veita tilheyrandi upplýsingar um rekstur þess.

Samfélagið nýtur góðs af þessum upplýsingum. Vegna skuggabankastarfsemi upplýsti HS Orka að hún hefði hafið gerðardómsferli enda mun niðurstaða gerðardómsins hafa veruleg áhrif á reksturinn.