Atvinnuþátttaka hefur aukist á síðustu misserum og mælist nú 83,1%.
Atvinnuþátttaka hefur aukist á síðustu misserum og mælist nú 83,1%. — Morgunblaðið/Ernir
Vinnumarkaður Talsverður bati var á vinnumarkaði á öðrum fjórðungi en samkvæmt nýjum hagtölum frá Hagstofunni fækkaði atvinnulausum um 0,9 prósentur miðað við sama tímabil 2013. Á öðrum ársfjórðungi 2014 voru að meðaltali 11.

Vinnumarkaður

Talsverður bati var á vinnumarkaði á öðrum fjórðungi en samkvæmt nýjum hagtölum frá Hagstofunni fækkaði atvinnulausum um 0,9 prósentur miðað við sama tímabil 2013.

Á öðrum ársfjórðungi 2014 voru að meðaltali 11.300 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 5,9% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 6% hjá konum og 5,9% hjá körlum. Samanburður annars ársfjórðungs 2014 við sama ársfjórðung 2013 sýnir að atvinnulausum fækkaði um 1.600.

Lítillega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi en það eru þeir sem hafa verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur. Á öðrum fjórðungi höfðu um 1.800 manns verið langtímaatvinnulausir eða 0,9% vinnuaflsins samanborið við 2.000 eða 1,1% vinnuaflsins árið 2013.

Samhliða minnkandi atvinnuleysi hefur atvinnuþátttaka aukist. Að jafnaði voru 189.900 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði og fjölgaði þeim um 0,8% á milli ára. Jafngildir þetta 83,1% atvinnuþátttöku.