Ríkisfjármál
Það stefnir í verulegan halla á rekstri ríkisins og er enn langur vegur að markmið fjárlaga náist. Innbyggður slaki virðist vera orðinn að ófrávíkjanlegri reglu um að útgjöld ríkisins aukist frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og nemur útgjaldaaukningin að meðaltali 12% á síðustu tíu árum.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umfjöllun hagfræðideildar Landsbankans. Er það mat deildarinnar að áætlanagerð við fjárlagagerð sé stundum ómarkviss. Ekki sé tekið tillit til fyrirsjáanlegra útgjaldaliða.
Frá árinu 1992 hafi jafnframt nær undantekningarlaust verið vikið frá upphaflegum ákvörðunum stjórnvalda um útgjaldaramma í fjárlagaferlinu.